Hugmyndin að Hook it up kviknaði veturinn 2010 eftir miklar vangaveltur um það hvernig best væri að geyma allar medalíurnar sem börnin höfðu sankað að sér á árinu. Medalíurnar höfðu mikið tilfinningalegt gildi fyrir börnin og því var ekki annað í boði en að koma þeim þannig fyrir í barnaherberginu að börnin gætu notið þeirra.

Þegar við fórum að leita leiða til hengja medalíurnar upp kom í ljós að hvergi var hægt að fá festingar eða standa sem sérstaklega eru ætlaðar medalíum. Við leituðum á netinu, spjölluðum við aðra foreldra og jafnvel sölumenn í íþróttabúðum. Eftir mikla leit komumst við að því að fólk er aðallega að hengja meðadlíurnar á gardínustangir, spegla, myndir eða hendir þeim hreinlega bara í hrúgu ofan í skúffu.

Þessar lausnir hentuðu okkur ekki og við byrjuðum að prófa okkur áfram með hönnun á slíkri vöru. Eftir langt og óþarflega flókið ferli varð til þessi einfalda hönnun sem við köllum Hook it up. Hook it up er samheiti yfir tvær vörur sem báðar sinna sama hlutverki, að geyma medalíur. Hook it up er annarsvegar medalíustandur og hinsvegar medalíuveggfesting. Hægt er að hengja medalíur, sem og aðra hluti eins og t.d. hálsmen, á vöruna.

Takk fyrir innlitið! :)