Medalíuveggfestingin er sambærileg standinum. Hún er unninn úr einni samfelldri plexyglerplötu sem beygð er saman að neðanverðu. Veggfestingin er lokuð að neðan til að halda myndinni/blaðinu inni en eins og með standinn er gert ráð fyrir því að fólk vilji geta rennt blaði/mynd á milli til að hafa í bakgrunn. Aftan á veggfestingunni eru krókar sem skornir eru út úr plaxiglerinu og beygðir. Krókarnir halda medalíuböndunum þannig að medalían geti hangið snyrtilega framan á veggfestingunni.

Í hverju horni aftan á veggfestingunni eru kringlóttir hnappar. Efri tveir hnapparnir eru til að halda veggfestingunni uppi og neðri tveir eru til að veggfestingin sé bein á veggnum. Til að festa veggfestinguna upp þarf tvær skrúfur og síðan er efri hnöppunum rent léttilega niður á skrúfurnar. Með þessu móti er auðvelt er að taka af og bæta við nýjum medalíum.

festing