Medalíustandurinn er sambærilegur venjulegum plexiglerstandi fyrir blöð. Standurinn er unninn úr einni samfelldri plexyglerplötu sem beygð er á tveimur stöðum. Standurinn er tvöfaldur að framan þannig að hægt er að renna blaði/mynd á milli. Það sem gerir medalíustandinn frábrugðin venjulegum blaðastandi eru krókar sem skornir eru út úr plaxiglerinu að aftan og beygðir. Á þessa króka eru medalíuböndin fest þannig að medalíurnar geti hangið snyrtilega framan á standinum.

Til að byrja með verður medalíustandurinn framleiddur í stærð A4 (21cm * 30cm). Í þeirri stærð tekur standurinn um 20 medalíur þó svo að auðvitað er hægt að hafa fleiri eða færri.

 

festing